29.10.2011 11:05
Interrail
Yndisleg ferð að baki. Fórum á flakk um Evrópu og komum við í nokkrum löndum.Þórir byrjaði á að hlaupa maraþon á Ítalíu. Við skelltum okkur síðan til Helgu Eder í Berchtesgaden í Þýskalandi og fengum frábærar móttökur eins og venjulega.http://www.friedwiese.de/isl.htm Yndislegur staður að vera á og fegurðin yfirþyrmandi.Við vorum svo heppin að Lísa og Pétur komu með okkur og gát
um við sýnt þeim nokkra fallega staði.Við fórum upp í Arnarhreiðrið og sigldum um Königssee .Eftir Veróna og Feneyjar skelltum við okkur til Rikka og Berglindar í Berlín . Gaman að sjá hvar þau búa og fá leiðsögn um borgina sem er alveg mögnuð.Stórafmælið var síðan haldið í dekri dóttur okkar í Frakklandi.Frábær ferð sem verður lengi í minnum höfð.



Skrifað af Auður