26.01.2013 19:07
Úlfarsfell
Fyrsta fjallið af "Eitt fjall á mánuði" sigrað í dag.
Gengum á Úlfarsfells og fengum bæði yndislegt veður og hífandi rok.
Gengum á Úlfarsfells og fengum bæði yndislegt veður og hífandi rok.
Á toppnum voru 18 metrar á sekúndu.

Skrifað af Auður
04.11.2012 19:43
Ævar Funi Dan
Yndislegur sonarsonur okkar var skírður heima hjá okkur 4.nóvember nafninu Ævar Funi Dan Hjörtur Magni Fríkirkjuprestur skírði á sinn einlæga hátt og var athöfnin falleg og látlaus .Ævar var sallarólegur og svaf á meðan .Með hjálp tækninnar gátu öll systkinin verið saman en Ásdís , Ben og Fjóla voru með alla athöfina á skypinu.
Skrifað af Auður
20.10.2012 18:05
Haustþing Landssambands sjálfstæðiskvenna
Frábær dagur á haustþingi hjá Landssambandi sjálfstæðiskvenna.Skemmtilegir fyrirlestrar og góð námskeið eftir hádegi í tengslum og kynningum.
Skrifað af Auður
13.10.2012 13:23
Brúðkaup
Yndislega dóttir mín og tengdadóttir giftu sig í Fríkirkjunni 13.október .
Frábær dagur með skemmtilegri veislu í Fáksheimilinu .Vinir stelpnanna voru
með skemmtilegar ræður og myndasýningar frá þeim dögum þegar þær voru gæsaðar.
Skrifað af Auður
06.10.2012 13:02
Ingólfsson

Yndislegur ömmustrákur sonur Ingó Dan og Helgu Dögg fæddist á afmælisdegi mömmu sinnar
6.10 2012. Hann var 54 cm og 17 merkur.
Skrifað af Auður
01.10.2012 19:19
Haustið
Mæli með haustlitaferð í Heiðmörk og á Þingvelli. Litirnir í náttúrinni frábærir á þessum tíma.Við Þórir vorum á ferðinni ásamt fjölda útlendinga sem kunna að meta landið okkar.Ég heyrði varla íslensku á Þingvöllum.
Skrifað af Auður
10.09.2012 23:22
Stelpuferð til Frakklands

Vorum í dekri hjá Ásdísi og Ben í nokkra daga. Borðuðum osta fórum rúnt um Paris og fórum á útimarkað.
Fengum frábært veður og gátum setið úti og borðað fram á kvöld.Leðurblökurnar héldu fyrir okkur smá sýningu fyrir háttinn. Alltaf jafn yndislegt að heimsækja dóttur mína.
Skrifað af Auður
26.08.2012 20:40
Fimmvörðuháls með Valitor

Frábær ferð með Valitor á Fimmvörðuhálsinn .Fórum á 8 til 9 tímum yfir hálsinn.
Grilluðum pylsur á Magna .Fleiri myndir í albúmi merkt Fimmvörðuháls Valitor
Skrifað af Auður
17.08.2012 00:04
Ingólfshöfði

Mögnuð ferð út í Ingólfshöfða.Mæli með því að skella sér í kerruna og sjá fjölbreytt fuglalíf út í eyjunni.
Auðvelt er að komast upp á eyjuna vegna sands sem auðveldar manni uppganginn.Fleiri myndir í albúmi.
Skrifað af Auður
16.08.2012 21:42
Verslunarmannahelgi 2012

Yndisleg ferð að skoða aðstæður hjá Rikka ,Berglindi og Dag Inga í sveitinni þeirra.Enduðum næsta dag á brennu og flugeldasýningu í Úthlíð..Flott sýning hjá Birni bónda í Úthlíð.Fleiri myndir í albúmi merktu Verslunarmannahelgin 2012
Skrifað af Auður
11.08.2012 16:21
Landmannalaugar

Þórir var með yfir 20 kíló en ég slapp með 14. Fengum gott veður og vorum í frábærum félagsskap með Ægi og Silju
Litirnir í fjöllunum eru ótrúlegir á þessari leið og hlakka ég til þegar ég fer aftur .
Skrifað af Auður
22.07.2012 17:13
Sandaragleði.

Sandaragleði á Hellissandi.Steingerður og Árni opnuðu Hvítahúsið með pompi og prakt með ljósmyndasýningu. Málarinn þýski Peter Lang sýndi myndirnar sýnar og nær hann ótrúlega vel íslenskum litum úr nátturunni sem er erfitt fyrir útlendinga. Ljósbláa litnum og bleika og græna. Hann sagðist nota allt aðra liti hér en annarsstaðar.Yndislegt að hafa fjölskyldu og vini með okkur í litla húsinu okkar sem er að vera þægilegra með hverju árinu. Sara Björk vildi að sjálfsögðu sverð eins og Jökull þannig að amma endaði með kanínueyrun hennar.Fleiri myndir undir Sandaragleði 2012.
Skrifað af Auður
04.07.2012 10:02
Skaftafell

Frábær ferð í Skaftafell að baki.Gengum yfir 70 kílómetra og enduðum á Ingólfshöfða sem er magnaður staður.
Fleiri myndir á leiðinni inn á albúm merkt Skaftafell
Skrifað af Auður
03.07.2012 22:51
Leikskólahátíð
Skemmtilegur dagur í leikskólanum.Amma fékk að mæta og horfa á leikhópinn Lottu með Söru og taka síðan mynd af tveimur prinsessum.
S

Skrifað af Auður
16.06.2012 21:19
Kvennahlaup í Viðey

Kvennahlaup í Viðey. Skemmtileg ferð með Helgu Einarsdóttur út í Viðey þar sem við hlupum í frábæru veðri um þessa fallegu eyju. Skemmtileg hlaupaleið og vona að ég að ég geti endurtekið hlaupið í Viðey að ári.
Skrifað af Auður