29.05.2012 21:43
Noregur
Yndisleg ferð til Noregs að baki. Fengum sól og gott veður alla daganna. Keyrðum frá Osló til Stavanger og fengum konunglegar móttökur hjá vinum okkar Gunnu og Gunna.

Skrifað af Auður
29.05.2012 21:05
Fimmvörðuháls með Íslandsbanka
Frábær ferð með starfsmönnum Íslandsbanka upp á Fimmvörðuháls. Veðrið var einstakt og maturinn góður að hætti kokksins .Fleiri myndir í möppu merktri Íslandsbanki

Skrifað af Auður
05.05.2012 15:23
Kerhólakambur

Gengum á Kerhólakamb á laugardag.Fjallið er mjög bratt en góð þolæfing.
Skrifað af Auður
01.05.2012 15:55
Vífilfell

Frábær ferð með Valitor á Vífilfell.Komin á toppinn.Vífilfellið er nokkuð bratt og aðeins erfiðara en Esjan.Fengum okkur kakó og páskaegg sem varð eftir um páskana.Fleiri myndir í albúmi Fjallganga 2012
Skrifað af Auður
22.04.2012 18:17
Snæfellsjökull

Skrifað af Auður
29.10.2011 11:05
Interrail
Yndisleg ferð að baki. Fórum á flakk um Evrópu og komum við í nokkrum löndum.Þórir byrjaði á að hlaupa maraþon á Ítalíu. Við skelltum okkur síðan til Helgu Eder í Berchtesgaden í Þýskalandi og fengum frábærar móttökur eins og venjulega.http://www.friedwiese.de/isl.htm Yndislegur staður að vera á og fegurðin yfirþyrmandi.Við vorum svo heppin að Lísa og Pétur komu með okkur og gát
um við sýnt þeim nokkra fallega staði.Við fórum upp í Arnarhreiðrið og sigldum um Königssee .Eftir Veróna og Feneyjar skelltum við okkur til Rikka og Berglindar í Berlín . Gaman að sjá hvar þau búa og fá leiðsögn um borgina sem er alveg mögnuð.Stórafmælið var síðan haldið í dekri dóttur okkar í Frakklandi.Frábær ferð sem verður lengi í minnum höfð.



Skrifað af Auður
20.09.2011 10:49
Ættarmót á Minni Borgum
Frábært ættarmót haldið á Minni Borgum helgina 16 til 18 september.
Afkomendur langömmu Guðrúnar Sigurrósar Magnúsdóttur eru 311
og mættu um 150 manns .
Við fengum leiðsögn um Sólheima á laugardaginn og síðan var kvöldmatur
þar um kvöldið. Myndasýning var alla helgina á gömlum myndum sem var safnað saman
í fjölskyldunni.


Afkomendur langömmu Guðrúnar Sigurrósar Magnúsdóttur eru 311
og mættu um 150 manns .
Við fengum leiðsögn um Sólheima á laugardaginn og síðan var kvöldmatur
þar um kvöldið. Myndasýning var alla helgina á gömlum myndum sem var safnað saman
í fjölskyldunni.


Skrifað af Auður
09.09.2011 15:06
Klúbbstarf Íslandsbanka
Matrklúbburinn Íslandsbanka bauð upp á frábæra humarsúpu
sem gældi við bragðlaukana þegar klúbbstarfið var kynnt.

sem gældi við bragðlaukana þegar klúbbstarfið var kynnt.
05.09.2011 11:07
Haustferð Valitor

Haustferð Valitor
Skemmtileg gönguferð með fararstjórum á vegum Ferðafélags Íslands
Skipt var í tvo hópa . Annar hópurinn fór ca 16 kílómertra en hinn örlítið styttra .
Gengið var niður fallega Reykjadalinn og var stefnan tekinn á sundlaugina í Hveragerði.
Við fórum síðan í stutta gönguferð í bæinn og síðan var grillað fyrir okkur um kvöldið.
Maturinn var frábær og ekki var síðra PubQuiz eftir matinn.
Frábær dagur með Valitor
Skrifað af Auður
20.08.2011 09:43
Maraþonhlaup
á frábærum tíma 63 mínundum. Ég hljóp 10 rólega Eva hljóp 3 kílómetra og Sara Björk Dan 700 metra á háhest á afa sínum. Frábær dagur og yndislegt veður.
Skrifað af Auður
09.07.2011 13:56
Þórsmörk
Skemmtilega ferð með göngufélögum í Þórsmörk.
Við fórum í margar frábærar gönguferðir.
Fórum upp á Rjúpnafell .Nokkrir garpar fóru alla leið en
ég lét mér nægja ásmamt sumum að ganga 2/3 af fjallinu.
Útsýnið þarna er frábært yfir mörkina.
Ég fór með Helga ,Sollu og Emelíu yfir Fimmvörðuhálsinn
í þoku og var það ný og skemmtileg reynsla

Við fórum í margar frábærar gönguferðir.
Fórum upp á Rjúpnafell .Nokkrir garpar fóru alla leið en
ég lét mér nægja ásmamt sumum að ganga 2/3 af fjallinu.
Útsýnið þarna er frábært yfir mörkina.
Ég fór með Helga ,Sollu og Emelíu yfir Fimmvörðuhálsinn
í þoku og var það ný og skemmtileg reynsla
Skrifað af Auður
10.10.2010 20:21
Keflavík
Áttum frábæra helgi í Keflavík og Njarðvík. Hótel Keflavík með frábæra þjónustu með morgunmat sem olli miklum valkvíða .Flott partý hjá Geira og Ollu í nýja flotta húsinu þeirra með einstökum heitum potti. Frábær stemmning á Stapanum og fyrirtæki með ótrúlega skemmtilegu fólki.
04.10.2010 20:17
Egilstaðir
Áttum yndislega helgi á Hallormsstað á
árshátíð með gönguhópnum Frændur og vinir.
Fórum í langan göngutúr í skóginum og fengum að upplifa fegurð haustlitanna beint
í æð.Það var frábær aðstaða á hótelinu og
maturinn á heimsmælikvarða.Kokkurinn þar
er falinn fjársjóður.Skelltum okkur til Seyðisfjarðar og fengum okkur kaffi á litlu bókakaffi .Við upplifðum mjög nýtískuleg
listaverk þar t.d borð á hvolfi með vatn í .
Gömul skíði á blöðru og og gömul regnhlíf
í steipuklumpi.Hlakka til næsta sumar í Þórsmörk.
Skrifað af Auður