Færslur: 2010 Október
10.10.2010 20:21
Keflavík
Áttum frábæra helgi í Keflavík og Njarðvík. Hótel Keflavík með frábæra þjónustu með morgunmat sem olli miklum valkvíða .Flott partý hjá Geira og Ollu í nýja flotta húsinu þeirra með einstökum heitum potti. Frábær stemmning á Stapanum og fyrirtæki með ótrúlega skemmtilegu fólki.
04.10.2010 20:17
Egilstaðir
Áttum yndislega helgi á Hallormsstað á
árshátíð með gönguhópnum Frændur og vinir.
Fórum í langan göngutúr í skóginum og fengum að upplifa fegurð haustlitanna beint
í æð.Það var frábær aðstaða á hótelinu og
maturinn á heimsmælikvarða.Kokkurinn þar
er falinn fjársjóður.Skelltum okkur til Seyðisfjarðar og fengum okkur kaffi á litlu bókakaffi .Við upplifðum mjög nýtískuleg
listaverk þar t.d borð á hvolfi með vatn í .
Gömul skíði á blöðru og og gömul regnhlíf
í steipuklumpi.Hlakka til næsta sumar í Þórsmörk.
Skrifað af Auður
- 1