Færslur: 2012 Júlí
22.07.2012 17:13
Sandaragleði.

Sandaragleði á Hellissandi.Steingerður og Árni opnuðu Hvítahúsið með pompi og prakt með ljósmyndasýningu. Málarinn þýski Peter Lang sýndi myndirnar sýnar og nær hann ótrúlega vel íslenskum litum úr nátturunni sem er erfitt fyrir útlendinga. Ljósbláa litnum og bleika og græna. Hann sagðist nota allt aðra liti hér en annarsstaðar.Yndislegt að hafa fjölskyldu og vini með okkur í litla húsinu okkar sem er að vera þægilegra með hverju árinu. Sara Björk vildi að sjálfsögðu sverð eins og Jökull þannig að amma endaði með kanínueyrun hennar.Fleiri myndir undir Sandaragleði 2012.
Skrifað af Auður
04.07.2012 10:02
Skaftafell

Frábær ferð í Skaftafell að baki.Gengum yfir 70 kílómetra og enduðum á Ingólfshöfða sem er magnaður staður.
Fleiri myndir á leiðinni inn á albúm merkt Skaftafell
Skrifað af Auður
03.07.2012 22:51
Leikskólahátíð
Skemmtilegur dagur í leikskólanum.Amma fékk að mæta og horfa á leikhópinn Lottu með Söru og taka síðan mynd af tveimur prinsessum.
S

Skrifað af Auður
- 1