Færslur: 2012 Ágúst

26.08.2012 20:40

Fimmvörðuháls með Valitor

Frábær ferð með Valitor á Fimmvörðuhálsinn .Fórum á  8 til 9 tímum yfir hálsinn. 
Grilluðum pylsur á Magna .Fleiri myndir í albúmi merkt Fimmvörðuháls Valitor

17.08.2012 00:04

Ingólfshöfði


Mögnuð ferð út í Ingólfshöfða.Mæli með því að skella sér í kerruna og sjá fjölbreytt fuglalíf út í eyjunni.
Auðvelt er að komast upp á eyjuna vegna sands sem auðveldar manni uppganginn.Fleiri myndir í albúmi.

16.08.2012 21:42

Verslunarmannahelgi 2012


Yndisleg ferð að skoða aðstæður hjá Rikka ,Berglindi og Dag Inga í sveitinni þeirra.Enduðum næsta dag á brennu og flugeldasýningu í Úthlíð..Flott sýning hjá Birni bónda í Úthlíð.Fleiri myndir í albúmi merktu Verslunarmannahelgin 2012

11.08.2012 16:21

Landmannalaugar

Gengum Laugarveginn frá Landmannalaugum inn í Bása í Þórsmörk 60 kílómetra á þrem dögum með allt á bakinu .
Þórir var með yfir 20 kíló en ég slapp með 14. Fengum gott veður og  vorum í frábærum félagsskap með Ægi og Silju
Litirnir í fjöllunum eru ótrúlegir á þessari leið og hlakka ég til þegar ég fer aftur .
  • 1